FranklinCovey - þitt forskot til framtíðar
  • Forsíða

  • Lausnir

  • Þjálfun

  • Um okkur

  • Bókabúð

  • Fréttir

  • More

    • Facebook Social Icon
    • LinkedIn Social Icon
    • Twitter Social Icon
    • YouTube Social  Icon
    0
    Þjálfun og ráðgjöf

    Þjálfun og ráðgjöf

    ​

    Allar okkar vinnustofur byggja á mikilli virkni þátttakenda, fremstu þekkingu og hagnýtum aðferðum sem þátttakendur nota strax í lífi og starfi.  Við heyrum viðskiptavini okkar fagna því að upplifa strax afgerandi breytingu á eigin viðhorfum og hegðun og uppskera árangur í lífi og starfi.

     

    Okkar framlag grundvallast á umbreytingarferli sem hefst á 360° mati eða sjálfsmati, upphitun og tengingu við stefnu og sókn vinnustaðarins.  Vinnustofur okkar eru í senn skemmtilegar, fróðlegar og tengjast ávallt ykkar veruleika, öflugum akademískum grunni og reynslu annarra vinnustaða, teyma eða leiðtoga.  Námskeiðsgögn okkar eru einstaklega vönduð og við höfum fengið fjölda verðlauna fyrir myndbönd okkar.  Ráðgjafar okkar eru fremstir á sínu sérsviði, búa að áralangri stjórnunarreynslu og hafa allir unnið við þjálfun hér heima og erlendis sl. áratugi.

     

    Í kjölfar vinnustofu vinna þátttakendur áfram við innleiðingu þekkingar á eigin vinnustað með aðstoð snjallforrita (App), markþjálfa (peer-coaching), og / eða fjarnáms (með myndböndum og æfingum). Nokkrum mánuðum eftir hverja vinnustofu hittum við hópinn aftur og tökum stöðuna með „post 360°mati“, umbótastarfi og team coaching.

     

    Við erum stolt af árangri viðskiptavina okkar og meðal NPS skor yfir 80% hvetur
    okkur til dáða! 

     

    ​

    Leiðtogaþjálfun
    Okkar sérsvið
    VERKEFNASTJÓRNUN
    FORYSTA
    MENNTUN
    SÖLUSTJÓRNUN
    TRAUST
    FRAMLEIÐNI
    FRAMKVÆMD
    ÞJÓNUSTUSTJÓRNUN
    Kennsla

    VIÐ ÞJÓNUM ÞÍNUM ÁRANGRI

    Leiðtogaþjálfun
    Stjórnendaþjálfun
    Þjálfun þjálfara
    Markþjálfun

    Þekking

    Þjálfun þjálfara

    Markþjálfun

    Þjálfun og ráðgjöf

    Fjarþjálfun

    Gagnlegar, gagnvirkar og skemmtilegar vinnustofur á vettvangi eða rafrænt.  Umbreytingarferli með 360° mati, stöðugri tengingu við vinnu-staðinn, verðlauna-myndböndum, æfingum, snjallforritum og peer coaching ofl ofl.

    Hafsjór af þekkingu um gjöfula vefmiðla, áskrift að ágripum af greinum og bókum, snjallforrrit, myndbönd, sjálfsnám, matstæki ofl ofl.

    Vottum framúrskarandi innnanhúsleiðbeinendur  í tugum hagnýtra lausna FranklinCovey.  Ykkar vöxtur á ykkar forsendum með okkar stuðningi.

     

    Snilldar leiðir til að virkja, fræða og efla þitt teymi hvar á landi og hvar í heimi sem er.  Þú velur stað og stund - við bjóðum upp á tæknina og þekkinguna.

     

    Veitum þjónustu á sviði markþjálfunar (Executive coaching), jafningja-þjálfunar (Peer coaching), og þjálfun stjórnenda í markþjálfun (Leader implementation).

     

    FranklinCovey Iceland | Laugavegur 178, 105 Reykjavík | info@franklincovey.is | Sími: +354 775 7077