FranklinCovey - þitt forskot til framtíðar
  • Forsíða

  • Lausnir

  • Þjálfun

  • Um okkur

  • Bókabúð

  • Fréttir

  • More

    • Facebook Social Icon
    • LinkedIn Social Icon
    • Twitter Social Icon
    • YouTube Social  Icon
    0

    Námskeiðsröð um forystu
    (Leadership Modular Series: Overview™)

     
    Leiðtogaþjálfun sem er sveigjanleg, hagnýt og árangursrík.
     
    Áskorun

    „Öld þekkingarstarfsmannsins“ hefur nú leyst „iðnaðaröldina“ af hólmi og standa fyrirtæki frammi fyrir fjórum þrálátum vandamálum sem tengjast þessum nýju tímum: lítið traust til forystu, óvissa um stefnu, mikill skortur á reyndum leiðtogum og óendanleg barátta um gott starfsfólk. Ef leiðtogar dagsins í dag ætla að yfirstíga þessar áskoranir verða þeir að gefa gaum að kallinu eftir nýrri gerð forystu, þ.e. forystu þar sem litið er á einstaklinga sem „heilar manneskjur“—líkama, hjarta, hug og sál.

     

    Lausn

    Námskeiðsröð FranklinCovey í leiðtogaþjálfun veitir leiðtogum dagsins í dag nýtt hugarfar, hæfileika og verkfæri sem gera þeim kleift að leiða einstaklinga og fyrirtæki 21. aldarinnar til framúrskarandi árangurs. Í röðinni eru sjö sjálfstæð námskeið til þjálfunar og þróunar og kennir hvert þeirra tiltekið sett aðgerða sem leiðtogar geta beitt þegar í stað til að skapa vinnuumhverfi sem miðast við þarfir þekkingarstarfsfólks.

     

    Um námskeiðin

    Tveggja eða þriggja daga FranklinCovey þjálfun hefur víðtæk áhrif á árangur einstaklinga. En fyrir leiðtoga sem hafa varla tíma fyrir hádegismat – hvað þá margra daga þjálfun – er námskeiðsröðin í leiðtogaþjálfun tækifæri til að einbeita sér að einni tiltekinni leiðtogafærni hálfan dag í einu. Námskeiðsröðin byggir á þrautreyndu efni leiðtogaþjálfunar FranklinCovey og innifelur eftirfarandi námskeið sem stýrt er af leiðbeinendum:

    1. Fjögur lykileinkenni framúrskarandi leiðtoga (The 4 Imperatives of Great Leaders)

    2. Vektu traust (Inspiring Trust)

    3. Skýrðu hlutverk og stefnu þíns teymis (Clarifying Your Team’s Purpose and Strategy)

    4. Brúaðu gjánna milli stefnu og framkvæmdar (Closing the Execution Gap)

    5. Byggðu upp framúrskarandi ferli (Building Process Excellence)

    6. Leystu hæfileika úr læðingi (Unleashing Talent)

    7. Brúaðu kynslóðarbilið (Leading Across Generations)

     
    Tímalengd þjálfunar

    Námskeiðsröðin í leiðtogaþjálfun innifelur sjö fjögurra klukkustunda námskeið, kennd af leiðbeinanda, sem þátttakendur geta sótt þegar þeim hentar.

     
    Fyrirkomulag þjálfunar
    • Sæktu opna vinnustofu fyrir almenning

    • Fáðu FranklinCovey ráðgjafa til að annast þjálfun í þínu fyrirtæki

    • Fáðu vottun til að kenna þessa vinnustofu

    ​
    Innifalið
    • Handbók þátttakenda (Participant guidebook)

    • Handbók um innleiðingu (Implementation handbook)

    • Fullt sett rafrænna verkfæra og sérvalið myndband úr námskeiðinu sem þú getur deilt með þínu teymi

     
    Endurmenntunareiningar

    4 tímar við þjálfun (Contact Hours)
    4 endurmenntunareiningar (CEU)


    Fræðstu nánar um endurmenntunareiningar.

     

    Markmið

    Grunnfærni sem þátttakendur öðlast er m.a. eftirfarandi:

    Forysta til framfara

    Nánar um lausn

    ​

    Vefsíða - 7 Habits

    ​

    Spjalla við ráðgjafa

    ​

    Please reload

    Árangur
    Leadership
    Leiðtogalotur
    Vertu forgöngumaður
    LQ matstækið
    Vektu traust
    Skýrðu tilgang og stefnu
    Brúaðu stefnu
    Hannaðu skilvirk ferli
    Leystu úr læðingi
    Leiðtogalotur
    Forysta til framfara
    FLEIRI VALKOSTIR TIL ÁRANGURS
    Guðrún Högnadóttir
    Kritinn Tryggvi Gunnarsson

    Aðrir áhrifamiklir valkostir til árangurs

    7 venjur vinnustofa - SIGNATURE

    Umbreytingarferli árangursríkrar menningar.  3ja daga vinnustofa, 360° mat, vönduð námskeiðsgögn, App, markþjálfun (peer and team coaching).

    7 venjur grunnur - FOUNDATIONS

    Eins dags vinnustofa til aukins árangurs teyma - með 360° mati, íslenskum kennslugögnum, snallforriti ofl.

    7 venjur stjórnenda - MANAGERS

    Tveggja daga vinnustofa til aukins árangurs stjórnenda.  360° mat, vönduð kennslugögn, peer coaching ofl.

    7 venjur leiðtogar - LEADER IMPLEMENTATION

    Einsdags vinnustofa fyrir leiðtoga til innleiðingar á árangursríkri menningu með aðferðum markþjálfunar (coaching).  Mjög vönduð kennslugögn, markþjálfun, persónulegar vefsíður, snjallforrit ofl.

    Framúrskarandi forysta - GREAT LEADERS, GREAT TEAMS, GREAT RESULTS

    Þriggja daga vinnustofa um forystu með einskaklega vönduðum gögnum, LQ (Leadership Quotient) mati, hljóðbók, myndböndum, handbókum stjórnenda, markþjálfun (peer coaching) ofl.

    Leiðtogalotur - LEADERSHIP MODULES

    6 hálfsdags sjálfstæðar vinnulotur um lykilviðfangsefni leiðtoga - Stefna, Traust, Ferli, Fólk, Fjölbreytileiki, Umbætur.  Vinnubækur, verkfæri og myndbönd auk LQ mats

    Please reload

    FranklinCovey Iceland | Laugavegur 178, 105 Reykjavík | info@franklincovey.is | Sími: +354 775 7077