FranklinCovey - þitt forskot til framtíðar
  • Forsíða

  • Lausnir

  • Þjálfun

  • Um okkur

  • Bókabúð

  • Fréttir

  • More

    • Facebook Social Icon
    • LinkedIn Social Icon
    • Twitter Social Icon
    • YouTube Social  Icon
    0

    6) Leystu úr læðingi hæfileika

    Lota 6:  Leystu hæfileika úr læðingi 
    Modular Series: Unleashing Talent™

     

    Leiðtogaþjálfun sem er sveigjanleg, hagnýt og áhrifamikil.

     
    Áskorun

    Eru leiðtogar þíns vinnustaðar að nýta möguleika starfsfólks til hins ítrasta? Í hagkerfi þar sem samkeppnisforskot veltur á færni og þekkingu starfsfólks verða leiðtogar að vita hvernig þeir geta hjálpað einstaklingum að leysa hæfileika sína úr læðingi. En innan þessa nýja og róttæka viðmiðs eru hefðbundnar hvatningaraðferðir úreltar og áhrifalausar. Ef starfsfólk á að leggja sitt besta af mörkum þarf það á leiðtogum að halda sem skilja hvað hvetur það áfram, hvað skiptir það mestu máli og hverjir eru fremstu hæfileikar þess.

     
    Lausn

    Til að nýta til fulls hæfileika þessarar kynslóðar verða leiðtogar að hafa nýtt hugarfar, hæfileika og verkfæri. Samanborið við fyrri kynslóðir stendur kynslóð þekkingarstarfsmannsins fyrir grundvallarbreytingu í hugsunarhætti og hvatningu einstaklinga. Leiðtogar sem geta með árangursríkum hætti nýtt verðmætustu hæfileika starfsfólks munu uppskera frábæran árangur frá ánægðari og einbeittari starfskröftum.

     
    Um námskeiðið

    Leiðtogar sem innleiða verkfærin og færnina sem kennd er í námskeiðinu munu öðlast eftirfarandi:

    • Hæfileikann til að taka þátt í þýðingarmiklum samtölum sem gera meðlimum teyma kleift að nota hæfileika sína til hagsbóta fyrir fyrirtækið.

    • Verkfæri sem virkja meðlimi teyma til að sjá með skýrum hætti hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum.

    • Stöðug framkvæmd markmiða með notkun þrautreyndra ferla.

    • Leiðir til að gera leiðtoga og teymi ábyrg fyrir framkvæmd markmiða einstaklinga og teyma.

     
    Tímalengd þjálfunar

    Fjórar klukkustundir

     
    Fyrirkomulag þjálfunar
    • Fáðu FranklinCovey ráðgjafa til að annast þjálfun í þínu fyrirtæki

    • Fáðu vottun til að kenna þessa vinnustofu

    • Sæktu opna vinnustofu

     
    Innifalið
    • Handbók þátttakenda (Participant guidebook)

    • Handbók um innleiðingu (Implementation handbook)

    • Samtalsspjöld (Conversation cards)

    • Fullt sett rafrænna verkfæra og sérvalið myndband úr námskeiðinu sem þú getur deilt með teymi þínu

     
    Endurmenntunareiningar

    4 tímar við þjálfun (Contact Hours)
    4 endurmenntunareiningar (CEU)

    ​

    Fræðstu nánar um endurmenntunareiningar

     
    Markmið

    Grunnfærni sem þátttakendur öðlast er m.a. eftirfarandi:

    Forysta til framfara

    Nánar um lausn

    ​

    Vefsíða - 7 Habits

    ​

    Spjalla við ráðgjafa

    ​

    Please reload

    Leiðtogafærni
    FLEIRI VALKOSTIR TIL ÁRANGURS
    framfarir
    Guðrún Högnadóttir
    Kritinn Tryggvi Gunnarsson
    ávinningur

    Aðrir áhrifamiklir valkostir til árangurs

    7 venjur vinnustofa - SIGNATURE

    Umbreytingarferli árangursríkrar menningar.  3ja daga vinnustofa, 360° mat, vönduð námskeiðsgögn, App, markþjálfun (peer and team coaching).

    7 venjur grunnur - FOUNDATIONS

    Eins dags vinnustofa til aukins árangurs teyma - með 360° mati, íslenskum kennslugögnum, snallforriti ofl.

    7 venjur stjórnenda - MANAGERS

    Tveggja daga vinnustofa til aukins árangurs stjórnenda.  360° mat, vönduð kennslugögn, peer coaching ofl.

    7 venjur leiðtogar - LEADER IMPLEMENTATION

    Einsdags vinnustofa fyrir leiðtoga til innleiðingar á árangursríkri menningu með aðferðum markþjálfunar (coaching).  Mjög vönduð kennslugögn, markþjálfun, persónulegar vefsíður, snjallforrit ofl.

    Framúrskarandi forysta - GREAT LEADERS, GREAT TEAMS, GREAT RESULTS

    Þriggja daga vinnustofa um forystu með einskaklega vönduðum gögnum, LQ (Leadership Quotient) mati, hljóðbók, myndböndum, handbókum stjórnenda, markþjálfun (peer coaching) ofl.

    Leiðtogalotur - LEADERSHIP MODULES

    6 hálfsdags sjálfstæðar vinnulotur um lykilviðfangsefni leiðtoga - Stefna, Traust, Ferli, Fólk, Fjölbreytileiki, Umbætur.  Vinnubækur, verkfæri og myndbönd auk LQ mats

    Please reload

    FranklinCovey Iceland | Laugavegur 178, 105 Reykjavík | info@franklincovey.is | Sími: +354 775 7077