FranklinCovey - þitt forskot til framtíðar
  • Forsíða

  • Lausnir

  • Þjálfun

  • Um okkur

  • Bókabúð

  • Fréttir

  • More

    • Facebook Social Icon
    • LinkedIn Social Icon
    • Twitter Social Icon
    • YouTube Social  Icon
    0

    2) Vektu traust

    Lota 2:  Vektu traust 
    Modular Series: Inspiring Trust™

     

    Leiðtogaþjálfun sem er sveigjanleg, hagnýt og árangursrík.

     
    Áskorun

    Þegar samkeppnisforskot fyrirtækja veltur á hraða á markað og afköstum starfsfólks getur falinn kostnaður vinnuumhverfis þar sem er lítið traust rænt fyrirtækið samkeppnisstyrk og trúverðugleika. Vandamál sem tengjast litlu trausti á borð við skrifræði, vinnustaðapólitík, atvinnumissi og mikla starfsmannaveltu geta unnið gegn forskoti varðandi hraða á markað og alvarlega hamlað afköstum. Eins og Stephen M. R. Covey skrifar, „Hin alvarlegu fjárhagslegu áhrif málefna sem varða traust eru að … við erum að greiða falið gjald fyrir skort á trausti—og við höfum ekki einu sinni hugmynd um það!“

     
    Lausn

    Hagnastu á grundvelli mikils trausts í stað þess að gjalda dýru verði fyrir skort á trausti. Traust var lengi vel afgreitt sem siðferðilegt eða „mjúkt“ málefni en er nú viðurkennt sem afl sem getur aukið hraða og lækkað kostnað sem aftur leiðir til meiri hagnaðar. Námskeiðið sýnir leiðtogum af hverju uppbygging umhverfis sem einkennist af miklu trausti er jafn mikilvægt og hvert annað mælanlegt fjárhagslegt markmið fyrirtækisins.

     
    Um námskeiðið

    Leiðtogar læra að uppbygging trausts hefst hjá þeim. Að loknu námskeiðinu eru þeir staðráðnir í að verða trúverðugri og reiðubúnir til að treysta öðrum. Þeir læra þá raunverulegu vinnu að greina og útiloka skort á trausti í fyrirtækinu.

    Þegar brautin er rudd í átt að nýrri menningu mun aukið traust verða til þess að fyrirtæki uppskera bæði tafarlausan árangur og langtímaárangur í formi:

    • Aukins hraða á markað

    • Aukins virðis til hluthafa

    • Hraðari vaxtar

    • Aukinnar nýsköpunar

    • Áhrifaríkari framkvæmdar

    • Meiri tryggðar

     
    Tímalengd þjálfunar

    Fjórar klukkustundir

     
    Fyrirkomulag þjálfunar
    • Fáðu FranklinCovey ráðgjafa til að annast þjálfun í þínu fyrirtæki

    • Fáðu vottun til að kenna þessa vinnustofu

    • Sæktu opna vinnustofu

     
    Innifalið
    • Handbók þátttakenda (Participant guidebook)

    • Handbók um innleiðingu (Implementation handbook)

    • Minnisspjöld um traust (trust cards) sem hjálpa leiðtogum að leysa mál sem varða traust

    • Fullt sett rafrænna verkfæra og sérvalið myndband úr námskeiðinu sem þú getur deilt með þínu teymi

     
    Endurmenntunareiningar

    4 tímar við þjálfun (Contact Hours)

    4 endurmenntunareiningar (CEU)

    ​

    Fræðstu nánar um endurmenntunareiningar.

     

    Markmið

    Grunnfærni sem þátttakendur öðlast er m.a. eftirfarandi:

    Forysta til framfara

    Nánar um lausn

    ​

    Vefsíða - 7 Habits

    ​

    Spjalla við ráðgjafa

    ​

    Please reload

    traust
    Vektu traust - námsgögn
    FLEIRI VALKOSTIR TIL ÁRANGURS
    Leiðtogaþjálfun
    Guðrún Högnadóttir
    Kritinn Tryggvi Gunnarsson
    þjálfun

    Aðrir áhrifamiklir valkostir til árangurs

    7 venjur vinnustofa - SIGNATURE

    Umbreytingarferli árangursríkrar menningar.  3ja daga vinnustofa, 360° mat, vönduð námskeiðsgögn, App, markþjálfun (peer and team coaching).

    7 venjur grunnur - FOUNDATIONS

    Eins dags vinnustofa til aukins árangurs teyma - með 360° mati, íslenskum kennslugögnum, snallforriti ofl.

    7 venjur stjórnenda - MANAGERS

    Tveggja daga vinnustofa til aukins árangurs stjórnenda.  360° mat, vönduð kennslugögn, peer coaching ofl.

    7 venjur leiðtogar - LEADER IMPLEMENTATION

    Einsdags vinnustofa fyrir leiðtoga til innleiðingar á árangursríkri menningu með aðferðum markþjálfunar (coaching).  Mjög vönduð kennslugögn, markþjálfun, persónulegar vefsíður, snjallforrit ofl.

    Framúrskarandi forysta - GREAT LEADERS, GREAT TEAMS, GREAT RESULTS

    Þriggja daga vinnustofa um forystu með einskaklega vönduðum gögnum, LQ (Leadership Quotient) mati, hljóðbók, myndböndum, handbókum stjórnenda, markþjálfun (peer coaching) ofl.

    Leiðtogalotur - LEADERSHIP MODULES

    6 hálfsdags sjálfstæðar vinnulotur um lykilviðfangsefni leiðtoga - Stefna, Traust, Ferli, Fólk, Fjölbreytileiki, Umbætur.  Vinnubækur, verkfæri og myndbönd auk LQ mats

    Please reload

    FranklinCovey Iceland | Laugavegur 178, 105 Reykjavík | info@franklincovey.is | Sími: +354 775 7077