FranklinCovey - þitt forskot til framtíðar
  • Forsíða

  • Lausnir

  • Þjálfun

  • Um okkur

  • Bókabúð

  • Fréttir

  • More

    • Facebook Social Icon
    • LinkedIn Social Icon
    • Twitter Social Icon
    • YouTube Social  Icon
    0

    3) Skýrðu tilgang og stefnu

    Lota 3:  Skýrðu tilgang og stefnu þíns teymis 
    Modular Series: Clarify Your Team's Purpose and Strategy™

     

    Leiðtogaþjálfun sem er sveigjanleg, hagnýt og árangursrík.

    ​

    Áskorun

    Starfsfólk sem skilur ekki hvernig starf þess fellur að lykilmarkmiðum og stefnu fyrirtækisins er í besta falli líklegt til að skila vinnu sem er einungis viðunandi fremur en framúrskarandi. Þegar leiðtogar tryggja ekki að starfsfólk hafi skýran skilning á hvernig framlag þess styður við heildartilgang fyrirtækisins er tíma og aðföngum sóað í marklausar aðgerðir og eril.

    Því miður hefur ótrúlega lág prósenta einstaklinga raunverulegan skilning á hlutverki og tilgangi fyrirtækja sinna. Án skilnings á því hvernig störf þeirra hafa áhrif á tilgang fyrirtækisins mætir starfsfólk einungis lágmarki þeirra krafna sem gerðar eru til þess, fremur en hámarki þeirra.

     
    Lausn

    Skapaðu kerfi til að skýra tilgang og stefnu þíns teymis (Clarify Your Team’s Purpose and Strategy). Þetta öfluga námskeið hjálpar leiðtogum að skilja að skýrleiki á öllum stigum er nauðsynlegur til að ná árangri. Í námskeiðinu öðlast þeir skýran skilning á eigin tilgangi og hvernig starf þeirra fellur að hlutverki og stefnu fyrirtækisins.

     
    Um námskeiðið

    Þátttakendur læra síðan að skapa kristaltæra stefnu um hvernig framkvæma á markmið teyma í samhengi við hlutverk fyrirtækisins og fjárhagslega afkomu. Leiðtogar sem taka þátt í námskeiðinu öðlast eftirfarandi:

    • Hæfileikann til að tengja tilgang teymis þeirra við hlutverk, gildi og stefnu fyrirtækisins.

    • Leiðir sem hjálpa meðlimum teyma að skilja starf sitt og hvernig þeir hafa lykilhlutverki að gegna við framkvæmd markmiða fyrirtækisins.

    • Hæfileika, verkfæri og áætlun til að leiða teymi við framkvæmd mikilvægustu markmiða fyrirtækisins.

    • Skýr yfirlýsing um tilgang teymis (Team Purpose Statement) sem þeir geta deilt með sínum teymum.

     
    Tímalengd þjálfunar

    Fjórar klukkustundir

     
    Fyrirkomulag þjálfunar
    • Fáðu FranklinCovey ráðgjafa til að annast þjálfun í þínu fyrirtæki

    • Fáðu vottun til að kenna þessa vinnustofu

    • Sæktu opna vinnustofu

     
    Innifalið
    • Handbók þátttakenda (Participant guidebook)

    • Handbók um innleiðingu (Implementation handbook)

    • Fullt sett rafrænna verkfæra og sérvalið myndband úr námskeiðinu sem þú getur deilt með þínu teymi

     
    Endurmenntunareiningar:

    4 tímar við þjálfun (Contact Hours)

    4 endurmenntunareiningar

    ​

    Fræðstu nánar um endurmenntunareiningar.

     

    Markmið

    Forysta til framfara

    Nánar um lausn

    ​

    Vefsíða - 7 Habits

    ​

    Spjalla við ráðgjafa

    ​

    Please reload

    áskorun
    FLEIRI VALKOSTIR TIL ÁRANGURS
    lausn
    Guðrún Högnadóttir
    Kritinn Tryggvi Gunnarsson
    endurmenntun

    Aðrir áhrifamiklir valkostir til árangurs

    7 venjur vinnustofa - SIGNATURE

    Umbreytingarferli árangursríkrar menningar.  3ja daga vinnustofa, 360° mat, vönduð námskeiðsgögn, App, markþjálfun (peer and team coaching).

    7 venjur grunnur - FOUNDATIONS

    Eins dags vinnustofa til aukins árangurs teyma - með 360° mati, íslenskum kennslugögnum, snallforriti ofl.

    7 venjur stjórnenda - MANAGERS

    Tveggja daga vinnustofa til aukins árangurs stjórnenda.  360° mat, vönduð kennslugögn, peer coaching ofl.

    7 venjur leiðtogar - LEADER IMPLEMENTATION

    Einsdags vinnustofa fyrir leiðtoga til innleiðingar á árangursríkri menningu með aðferðum markþjálfunar (coaching).  Mjög vönduð kennslugögn, markþjálfun, persónulegar vefsíður, snjallforrit ofl.

    Framúrskarandi forysta - GREAT LEADERS, GREAT TEAMS, GREAT RESULTS

    Þriggja daga vinnustofa um forystu með einskaklega vönduðum gögnum, LQ (Leadership Quotient) mati, hljóðbók, myndböndum, handbókum stjórnenda, markþjálfun (peer coaching) ofl.

    Leiðtogalotur - LEADERSHIP MODULES

    6 hálfsdags sjálfstæðar vinnulotur um lykilviðfangsefni leiðtoga - Stefna, Traust, Ferli, Fólk, Fjölbreytileiki, Umbætur.  Vinnubækur, verkfæri og myndbönd auk LQ mats

    Please reload

    FranklinCovey Iceland | Laugavegur 178, 105 Reykjavík | info@franklincovey.is | Sími: +354 775 7077