FranklinCovey - þitt forskot til framtíðar
  • Forsíða

  • Lausnir

  • Þjálfun

  • Um okkur

  • Bókabúð

  • Fréttir

  • More

    • Facebook Social Icon
    • LinkedIn Social Icon
    • Twitter Social Icon
    • YouTube Social  Icon
    0
    The 7 Habits of Highly Effective People Teens Program™

     

    Flottir krakkar.  Flott hugsun.  Flott frammistaða á öllum sviðum lífsins.

     
     
    Um námskeiðið

    Vinnustofan 7 venjur til árangurs fyrir táninga (The 7 Habits of Highly Effective Teens Workshop) byggir á metsölubók Sean Covey. Vinnustofan hjálpar nemendum að beita einföldum venjum til að taka á þeim erfiðu valkostum sem þeir standa frammi fyrir á hverjum degi. Með notkun gagnvirkra æfinga, kímni og myndbanda munu nemendur skemmta sér á sama tíma og þeir læra að öðlast meiri stjórn yfir lífi sínu og byggja upp sambönd á grundvelli mikils trausts. Þjálfunin er leið fyrir kennara, stjórnendur og foreldra til að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni nemenda, efla námsárangur þeirra og draga úr agavandamálum innan skóla.

     
    Tímalengd þjálfunar

    Þriggja daga vinnustofa (20 tímar)

    ​

    Fyrirkomulag þjálfunar
    • Sæktu opna vinnustofu fyrir almenning í grennd við þig

    • Fáðu FranklinCovey ráðgjafa til að annast þjálfun í þínum skóla

    • Fáðu vottun til að kenna þessa vinnustofu
       

    Innifalið
    • Bókin The 7 Habits of Highly Effective Teens – Þessi metsölubók inniheldur grundvallarupplýsingar um þær hugmyndir sem kenndar eru í námskeiðinu.

    • Handbók þátttakenda – Þessi 36 síðna handbók (Success Guide manual) er full af dæmum og æfingum sem hjálpa þátttakendum að efla hæfni sína þegar vinnustofunni er lokið. Handbókina er einnig hægt að samþætta námsskrá skóla yfir tiltekna önn.

    • Spurningalisti til að meta áhrif 7 árangursríkra venja fyrir táninga (The 7 Habits for Teens Impact Questionnaire) – Þessi spurningalisti hjálpar nemendum að íhuga skilvirkni sína frá eigin sjónarhóli bæði fyrir og eftir þjálfunina og er fáanlegur að beiðni þátttakenda.

     

    Þjálfari

    Elín María Björnsdóttir ber ábyrgð á vinnustofum fyrir skóla og ungmenni. ella.bjornsdottir@franklincovey.com

     

    Endurmenntunareiningar

    6 tímar við þjálfun (Contact Hours)
    0,6 endurmenntunareiningar (CEU)
    7 starfsmenntunareiningar (CPE)

    Fræðstu nánar um endurmenntunareiningar hér.

     
    Markmið

    Grunnfærni sem þátttakendur öðlast er m.a. eftirfarandi:

    7 Venjur til árangurs® - Teens vinnustofa

    Nánar um lausn

    ​

    Vefsíða - Teens

    ​

    Spjalla við ráðgjafa

    ​

    Please reload

    Aðrir áhrifamiklir valkostir til árangurs

    7 venjur vinnustofa - SIGNATURE

    Umbreytingarferli árangursríkrar menningar.  3ja daga vinnustofa, 360° mat, vönduð námskeiðsgögn, App, markþjálfun (peer and team coaching).

    7 venjur grunnur - FOUNDATIONS

    Eins dags vinnustofa til aukins árangurs teyma - með 360° mati, íslenskum kennslugögnum, snallforriti ofl.

    7 venjur stjórnenda - MANAGERS

    Tveggja daga vinnustofa til aukins árangurs stjórnenda.  360° mat, vönduð kennslugögn, peer coaching ofl.

    7 venjur leiðtogar - LEADER IMPLEMENTATION

    Einsdags vinnustofa fyrir leiðtoga til innleiðingar á árangursríkri menningu með aðferðum markþjálfunar (coaching).  Mjög vönduð kennslugögn, markþjálfun, persónulegar vefsíður, snjallforrit ofl.

    Framúrskarandi forysta - GREAT LEADERS, GREAT TEAMS, GREAT RESULTS

    Þriggja daga vinnustofa um forystu með einskaklega vönduðum gögnum, LQ (Leadership Quotient) mati, hljóðbók, myndböndum, handbókum stjórnenda, markþjálfun (peer coaching) ofl.

    Leiðtogalotur - LEADERSHIP MODULES

    6 hálfsdags sjálfstæðar vinnulotur um lykilviðfangsefni leiðtoga - Stefna, Traust, Ferli, Fólk, Fjölbreytileiki, Umbætur.  Vinnubækur, verkfæri og myndbönd auk LQ mats

    Please reload

    Leiðtoginn í mér - Ferlið
    The 7 Habits of Highly Effective Teens
    ávinningur
    Hvað eru táningar að segja um þessa vinnustofu?
    ​

    Vinnustofan hjálpaði mér að fá nýja sýn á nám mitt og hegðun mína gagnvart öðrum. Ég sá einnig að vinnustofur í hvatningu þurfa alls ekki að vera leiðinlegar. Vinnustofan var vel sett fram og passaði vel fyrir þann aldurshóp sem var á staðnum.

    ​

    —Júlíanna

    ​

    ​

    Vinnustofan kenndi mér að skipuleggja, stjórna tíma mínum og vinna í átt að markmiði. Leiðbeinandinn ræddi um hvernig táningar geta tekið ábyrgð á aðgerðum sínum með því að vera forvirkir (proactive). Mér fannst þetta áhugavert vegna þess að þetta sýnir hvernig það getur verið auðveldara fyrir táninga að ganga í burtu þegar varasamar aðstæður koma upp. Markmið vinnustofunnar var að fá táninga til að byrja að hugsa um framtíðina og að vinna með og læra af öðrum. Það er öruggt að ég mun byrja að leiða hugann meira að framtíð minni. Ég myndi hvetja aðra nemendur til að skrá sig í vinnustofuna vegna þess að hún getur hjálpað þeim að skipuleggja líf sitt. Of margir táningar fara út af sporinu af völdum áfengis og eiturlyfja. Ég vil ekki verða ein þessara táninga.

    ​

    —María

    ​

    ​

    Hvað er fólk í menntageiranum að segja um vinnustofuna?

    7 venju vinnustofan hefur átt stóran þátt í að bæta andrúmsloftið í miðskólanum Coppell Middle School East. Við heyrum nemendur á göngunum ræða hugmyndirnar og nota hugtök á borð við „vinnum saman“ (win-win) og „tilfinningasjóðir“ (emotional piggybanks). Áhrif vinnustofunnar ná til vina og fjölskyldna nemenda og einnig til starfsfólks skólans og fjölskyldna þeirra.

    ​

    —Kennari í Coppell Middle School East
    Coppell, TX

    FranklinCovey Iceland | Laugavegur 178, 105 Reykjavík | info@franklincovey.is | Sími: +354 775 7077